Hverjir geta orðið lánþegar?
Árgjald
Vottorð
Fyrir námsmenn
Til rithöfunda og þýðenda
Til útgefenda
Samstarfsaðilar
Fyrir námsmenn
Demonstration content in Icelandic. Hljóðbókasafn Íslands þjónar samkvæmt lögum eingöngu þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur.
Allir umsækjendur þurfa því að skila inn umsóknareyðublaði ásamt undirrituðu vottorði, um að greining liggi fyrir, frá fagaðila þar sem kemur skýrt fram ástæða þess að umsækjandi geti ekki nýtt sér prentað letur.
Test changes
Vinsamlegast athugið að senda ekki greiningarnar sjálfar heldur eingöngu vottorð um að greining liggi fyrir.
Hvernig nota ég safnið?
Langflestir lánþegar nota appið okkar til að njóta bókakosts safnsins. Appið er til bæði fyrir Apple og Android (Samsung) síma og er auðvelt og þægilegt í notkun. Hægt er að hlaða því niður í AppStore Apple og PlayStore Google.
Hvað er aðgengileg bók?
Aðgengileg bók er skilgreind sem bók sem allir geta lesið, hvort sem er í texta, hljóði eða á annan hátt. Erfitt og jafnvel ómögulegt er að búa til 100% aðgengilega bók þar sem þarfir og hæfni lesenda eru mjög mismunandi.
Gildi og stefna safnsins
Hljóðbókasafn Íslands er aðgengissafn sem stefnir að því að allir sem þurfa á sérstökum lausnum að halda til að geta lesið bækur hafi aðgang að slíkum bókum hjá safninu. Aðgengi fyrir alla er lykilatriði til að skapa gott samfélag.